Hér má sjá nokkrar myndir frá stöðinni Ávextir og föndur sem í boði var í Sandvík á þemadögum. Þar bjuggu nemendurnir til úr pappír alls konar ávexti af ýmsum stærðum.

Þau m.a. klipptu út ávexti úr maskínupappír sem þau saumuðu síðan saman í saumavél og máluðu svo í ýmsum litum. Einnig klipptu þau út minni ávexti úr lituðum pappír. Þarna var eitthvað við allra hæfi og tíminn fljótur að líða.

Fleiri myndir eru í albúmi undir ,,Myndefni“.