Ágætu foreldrar og forráðamenn nemenda á elsta- og miðstigi

Vegna símenntunar starfsmanna reynist nauðsynlegt að stytta skóladaginn og ljúka kennslu kl. 13:00 í dag miðvikudag 22. janúar.

Þá munu allir kennarar í grunnskólum Árborgar hittast í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, sitja fyrirlestur og taka þátt í umræðum. Verkefnið er liður í starfsþróunarverkefni sveitarfélagsins sem ber yfirskriftina „Af litlum neista“ og unnið hefur verið að í vetur og sl. skólaár.

Vonandi veldur það ekki miklum vanda hjá foreldrum þeirra barna sem það á við um.

Þessir fundir hafa ekki áhrif á kennslu á yngsta stigi (1. – 4. bekk) né starfsemi Frístundaheimilisins Bifrastar er óbreytt þrátt fyrir þetta.

Kveðja

Stjórnendur Vallaskóla