Af litlum neista – Starfsþróunarverkefni

Skólaárið 2019–2020 vinna kennarar, stjórnendur og annað fagfólk í grunnskólunum í Árborg (Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla) áfram að starfsþróunarverkefnum sem tengjast hugmyndinni um skólann sem lærdómssamfélag. Á síðasta skólaári fengust kennarateymi við verkefni sem tengdust innleiðingu eða þróun teymiskennslu, leiðum til að bæta bekkjar- og skólabrag og efla foreldrasamstarf, sjá hér. Á þessu skólaári verður þessum verkefnum haldið áfram með tveimur megináherslum: Annars vegar að efla samskipti og hins vegar að leita fjölbreyttra leiða til að efla orðaforða nemenda. Verkefnin tengjast teymiskennslu, samskiptum, samvinnunámi, bekkjar- og skólabrag, foreldrasamskiptum. Jafnframt eiga öll teymi að leita leiða til að efla orðaforða. Áríðandi er að þetta sé gert í öllum námsgreinum.

Stefnt er að því að teymin kynni afrakstur verkefnanna á Skóladegi Árborgar, 18. mars 2020 (menntabúðir).

Meðfylgjandi myndir eru frá fyrsta fundi skólaársins

 

Af litlum neista
Af litlum neista – Guðmundur Engilbertsson, lektor við HA
Hrund Gautadóttir kennari við Dalskóla