Í síðustu viku var haldinn sameiginlegum fundur tungumálakennara á Suðurlandi í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fundurinn var haldinn að frumkvæði skólastjóra BES og þar mættu nokkrir tungumálakennarar frá Vallaskóla.

Fundurinn var afar gagnlegur og skemmtilegur, og mikill hugur í kennurum sem komu víða að. Áframhald verður á samstarfinu og vonast er til að þetta geti orðið í öðrum fögum líka.