Aðventan er hafin og upphafið að henni í Vallaskóla er skreytingadagurinn. Hann var haldinn 30. nóvember sl. Þá setjum við að öllu jöfnu hefðbundna kennslu til hliðar og skreytum skólann með allskonar jólaskrauti, eins og hefðin gerir ráð fyrir. Jólalög óma, kakó drukkið og smákökur maulaðar – allt eins og það á að vera, ekki satt?

Hér eru svo nokkrar myndir sem fylgja með frá skreytingadeginum 2012.