Mikil umræða hefur verið um rusl í nánasta umhverfi okkar og þá sér í lagi plast. Margir skólar hafa fengið nemendur sína til að fara út til að tína rusl enda ekki vanþörf á því.

Markmiðið hefur m.a. verið til að vekja okkur öll til umhugsunar um mikilvægi umhverfismála og náttúruvernd. Nemendur í 3. bekk voru engir eftirbátar hér. Þeir fóru út í góða veðrinu og tíndu upp rusl á lóð Vallaskóla. Eins og sjá má á myndinni þá var afraksturinn bara nokkuð góður. Takk fyrir þetta krakkar  🙂 

Mynd: Vallaskóli 2017 (MK).