Stöllurnar í Valhöll hafa verið að vinna að óvissuverkefni í vetur í kaffitímanum og hádeginu. Þær hafa heklað utan um tré fyrir utan Valhöll, Tryggvagötumegin. Þetta er skemmtilegt uppátæki sem lífgar upp á umhverfið. Trjánum ætti a.m.k. ekki að verða kalt!