Lið Vallaskóla tekur þátt í Skólahreystikeppninni í dag, miðvikudaginn 26. mars. Strákarnir sem keppa eru Teitur Örn Einarsson, Eysteinn Máni Oddson og Konráð Oddgeir Jóhannsson. Stúlkurnar eru Þórunn Ösp Jónasdóttir, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir og Eydís Arna Birgisdóttir (vantar á mynd). Keppnin hefst kl. 13.00. Þjálfarar liðsins eru Guðmundur Garðar og Gylfi Birgir. Hópferð, með stuðningslið Vallaskóla innanborðs, verður farin á keppnina.

Áfram Vallaskóli!

Ljósmynd: Vallaskóli 2014.

Ljósmynd: Vallaskóli 2014. Efri röð: Konráð, Eysteinn og Teitur. Neðri röð: Þórunn og Rannveig.