Pangea er þekkt stærðfræðikeppni sem haldin er í 20 Evrópskum löndum og nú, í fyrsta sinn, á Íslandi.

Pangea keppnin hvetur nemendur á sérstakan hátt til að takast á við stærðfræðina utan kennslustofunnar og hún miðlar þeim mikilvægu skilaboðum að allir hafi stærðfræðikunnáttu.

Yfir 1000 nemendur í 45 skólum tóku þátt á Íslandi í ár og 35 bestu nemendur úr hverjum árgangi komast í úrslitakeppnina.  Úrslitakeppnin verður haldin við hátíðlega athöfn 30.april  í Stakkahlíð þar sem lokaprófið verður, boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar og verðlaun verða afhent.

7 nemendur úr Vallaskóla komust í úrslitakeppnina í ár. Það eru þau Unnur María Ingvarsdóttir, Hildur Helga Einarsdóttir, Ágúst Máni Þorsteinsson, Rúnar Baldursson og Íris Ragnarsdóttir.

Í 9.bekk Vallaskóla komust þau Elísabet Sandra Guðnadóttir og Benedikt Nökkvi Sigfússon í úrslitakeppnina.