6. GSP og 6. MK og M.C. Holms skole

Síðastliðinn fimmtudag og föstudag fengum við þrjá vini okkar frá Danmörku í heimsókn. Það voru þau Birgitte, Marianne og Gorm.

Þau eru hér til að undirbúa heimsókn frá M.C. Holms skole til 6. bekkja í Vallaskóla nk. haust. Er sú heimsókn unnin í samstarfi við Lindu Dögg Sveinsdóttur dönskukennara í Vallaskóla. Nemendur í 6. MK og 6. GSP hafa verið í bréfaskrifum við nemendur Birgitte, Marianne og Gorm undanfarna tvo vetur.

Birgitte, Marianne og Gorm hittu nemendur í 6. bekkjunum, fylgdust með skólaþingi, gæddu sér á köku og kíktu í heimsókn í dönskutíma á unglingastigi.

Skólinn þeirra í Danmörku er staðsettur í Nykøbning, Mors sem er á Norður-Jótlandi.