Föstudaginn 23. nóvember sýnir Leikhópur Vallaskóla leikritið „Dúkkulísa“ eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttir kl 19:00 í Austurrými Vallaskóla.

Hópurinn er samsettur af 12 nemendum úr 8 – 10. bekk Vallaskóla og hefur hópurinn æft undanfarið undir stjórn Heru Fjord leikstjóra.

Sýningin er hluti af Þjóðleik, leiklistarhátíð á vegum Þjóðleikhússins.

Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri en almennt gjald er 500 kr. Sá peningur fer í ferðasjóð leikhópsins sem mun ferðast á leiklistarhátíðina snemma 2019.

Allir velkomnir! 

 

Vallaskóli 2018 (HF)

Vallaskóli 2018 (HF).