Verum ástfanginn af lífinu

Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 10. bekk fyrir stuttu og fræddi þau um mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin vegferð, gera góðverk, koma fallega fram við aðra, hrósa, leggja sig fram alla daga, setja sér markmið og margt fleira. Erindi Þorgríms kallast ,,Verum ástfangin af lífinu“ og kemur inn sem hluti af lífsleiknikennslu í skólanum.