Föstudaginn sl. var 100 daga hátíð í 1. bekk í Vallaskóla. Þá gerðum við okkur dagamun og komu börnin í furðufötum í skólann.

Þau útbjuggu kórónur, horfðu á videó og fengu nasl í poka – auðvitað 100 stykki, allt vandlega talið af börnunum sjálfum. Nám og leikur fer hér saman.

Kveðja frá umsjónarkennurum í 1. bekk. 
Ingunn og Anna Sigga.