100

Allt frá skólabyrjun hafa nemendur 1. bekkja verið að telja þá daga sem þeir eru í skólanum. Í tengslum við talninguna er unnið á áhugaverðan hátt með tölur og tugi. Föstudaginn 25. janúar náðu nemendur 1. bekkja svo þeim merka áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin hundraðdagahátíð. Nemendur töldu í poka 10 stykki af alls konar góðgæti svo sem saltstöngum, poppi, morgunkorni og rúsínum. Þegar nemendur höfðu tekið 10 stykki af hverju voru þau komin með 100 stykki í pokann sinn. Þeir föndruðu líka kórónur, horfðu teiknimynd saman og gæddu sér á góðgætinu. Allir eru sammála um að hundraðdagahátíðin sé skemmtilegt uppbrot á hefðbundnu skólastarfi í 1. bekk.

100 m3100 m2100 m