100-daga hátíð var haldin í 1. bekk 4. febrúar sl. Frá fyrsta skóladegi höfum við talið skóladagana og sett upp eitt rör fyrir hvern dag. Þegar komin eru 10 rör setjum við þau saman í einn tug. Mánudaginn 3. febrúar voru komnir 100 dagar og því tilefni til að halda upp á það. Börnin komu í grímubúning eða furðufötum í skólann og leystu allskyns verkefni sem tengdust tölunni 100.

Kveðja – Heiðdís, Kristín og Unndís.

2007, 2013-2014, 100dagahatidin m

O2007, 2013-2014, 100dagahatidin (4)m2007, 2013-2014, 100dagahatidin (3)m