10. MIM sigurvegari Kveiktu skólaárið 2016-2017

Eftir geysispennandi og jafna leika í undanúrslitum spurningarkeppni Vallaskóla, Kveiktu, þá voru það 8. GFB og 10. MIM sem kepptu til úrslita í ár.

Úrslit réðust ekki fyrr en í blálokin en 10. MIM vann með einu stigi. Það er greinilegt að spurningalið 8. GFB á mikið inni fyrir næstu tvö ári í Kveiktu. Gaman er að geta þess að systkini voru í báðum liðum en það voru þau Ólöf María Stefánsdóttir í 10. MIM og Bjarni Már Stefánsson í 8. GFB.

Hanna Lára Gunnarsdóttir spurningahöfundur og dómari er umsjónarmaður keppninnar sem fyrr en þetta er í tíunda sinn sem hún er haldin. Kynnir og lesari er Gísli Felix Bjarnason.

Mynd: Vallaskóli 2017 (GS). Lið 10. MIM. Elín Krista Sigurðardóttir, Ólöf María Stefánsdóttir og Þóra Rán Elíasdóttir.
Mynd: Vallaskóli (GS). Lið 8. GFB. Bjarni Már Stefánsson, Tanja Margrét Fortes og Hekla Dalrós Axelsdóttir.