Vorhátíð 1. júní

Vorhátíð var haldin 1. júní sl. Nemendur í 1.-9. bekk gerðu sér glaðan dag en nemendur í 10. bekk voru í skólaferðalagi í Skagafirðinum.
Um morguninn var farið í leiki og hefbundið skólastarf brotið upp skv. venju. Upp úr kl. 11.00 var nemendum og foreldrum boðið í grill.

8. bekkur stóð sig frábærlega í íþróttakeppni á efsta stigi og sigraði keppnina í ár og fengu bikar að launum.

Myndir af herlegheitunum eru komnar á heimasíðuna undir ,,Myndefni“. Það spáði ekki vel fyrir daginn en sem betur fer skein sólin á okkur þó það væri pínu kuldalegt um að litast.