Umsóknafresti unglinga í vinnuskóla Árborgar 2014 lýkur sunnudaginn 4. maí næstkomandi. Um er að ræða einstaklinga fædda á árunum 1998-2000. Það eru næg störf í boði fyrir unglingana en við skorum á foreldra að virða umsóknarfrestinn og drífa af umsóknarferlið. Varðandi þau ungmenni sem eru ekki viss um hvað þau ætli að taka sér fyrir hendur í sumar er betra að sækja um í vinnuskólann og draga svo umsóknina tilbaka en að reyna að sækja um eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Sótt er um á vefsvæðinu Mín Árborg á slóðinni: https://ibuagatt.arborg.is/

 

Við minnum á að við gerð umsókna að nýta athugasemdadálkinn. Í þann dálk skulu koma fram upplýsingar um frí fyrir unglinginn á vinnutímabilinu, ofnæmi, sérþarfir hvers konar o.s.frv. Varðandi kaup og kjör þá koma launataxtar í ljós í næstu viku en helstu upplýsingar fyrir hvern árgang eru eftirfarandi:

 

Börn fædd 2000

o Vinnutímabil: 10. júní – 24. júlí

o Vinnutími 8:30 – 12:00 í 7 vikur. Frí á föstudögum

o Samtals 94,5 vinnustundir – 3,5 klukkutímar á dag

o Fjölbreytt verkefni

o Hægt að sækja um vinnu við vinnuskólablaðið Grænjaxl og verkefnið Götuleikhús

o Raðað verður í hópa í samráði við starfsmenn skólanna

o Tekið verður tillit til búsetu eftir því sem hægt verður

o Tímakaup er 446 kr. á tímann

o Meðmælabréf – allir starfsmenn fá afhent meðmælabréf á lokadegi vinnuskólans 25. júlí

 

Börn fædd 1999

o Vinnutímabil: 10. júní – 24. júlí

o Vinnutími 8:30 – 12:00 og 13:00 – 16:00 í 7 vikur. Klukkutíma hádegismatarhlé. Frí á föstudögum

o Samtals 175,5 vinnustundir – 6,5 klukkutímar á dag

o Fjölbreytt verkefni

o Hægt að sækja um vinnu við vinnuskólablaðið Grænjaxl og verkefnið Götuleikhús

o Raðað verður í hópa í samráði við starfsmenn skólanna

o Tekið verður tillit til búsetu eftir því sem hægt verður

o Tímakaup er 533 kr. á tímann

o Meðmælabréf – allir starfsmenn fá afhent meðmælabréf á lokadegi vinnuskólans 25. júlí

 

Börn fædd 1998

o Vinnutímabil: 10. júní – 31. júlí

o Vinnutími 8:30 – 12:00 og 13:00 – 16:00 í 8 vikur. Klukkutíma hádegismatarhlé. Frí á föstudögum

o Samtals 201,5 vinnustundir – 6,5 klukkutímar á dag

o Fjölbreytt verkefni

o M.a. hjá íþróttafélögum

o Raðað verður í hópa í samráði við starfsmenn skólanna

o Tímakaup er 669 kr. á tímann

o Meðmælabréf – allir starfsmenn fá afhent meðmælabréf á lokadegi vinnuskólans 31. júlí

Nánari upplýsingar veita Þórhildur Edda í s: 480-1951 / vefpóst: thorhildur@arborg.is og Gunnar í s: 480-1950 / vefpóst: gunnars@arborg.is

 

Kveðja,

Gunnar E. Sigurbjörnsson

Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Árborgar

480-1950 / 820-4567

gunnars@arborg.is