Vinningshafar í dagatali Samgöngustofu

Í haust horfðu nemendur í 1. bekk á þætti á krakkaruv.is sem heita Úti í umferðinni og kenna börnum helstu umferðarreglurnar.

 

Í desember var samgöngustofa með jóladagatal tengt þessum þáttum, þar sem opnaður var einn gluggi á dag sem innihélt spurningu tengda þáttunum.

Krakkarnir í 1.LÓK tóku þátt í dagatalinu, voru með umferðarreglurnar alveg á hreinu og pössuðu upp á að nýr gluggi yrði opnaður daglega.

Þegar þau komu til baka úr jólafríi beið þeirra jólapakki, en bekkurinn hafði verið dregin út í jóladagatalinu og fengu þau bók í verðlaun

 

 

Vallaskóli 2019 (LÓK)