Halldóra Íris Magnúsdóttir í 9. SHJ tók þátt í netratleik í tengslum við forvarnadaginn sem haldinn var 3. nóvember sl. Hún datt heldur betur í lukkupottinn þegar hún var dregin úr potti þátttakenda og vann Ipod Touch. Fór verðlaunaafhendingin fram á Bessastöðum 5. desember.

Með Halldóru á myndinni er Guðbjartur Ólason skólastjóri og Sigurður H. Jesson umsjónarkennari 9. SHJ.