2014-12-03 18.33.57Í gær stóðu tenglarnir í 1. bekk fyrir vasaljósaferð í hellinn í Hellisskógi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Svo var sungið og það varð til þess að jólasveinarnir í Ingólfsfjalli runnu á hljóðið. Þeir komu og heimsóttu okkur þó að nokkrir dagar séu í að þeir heimsæki okkur formlega. En jólasveinar eru alltaf svo forvitnir. Allir nutu þess vel að hittast bæði börn og fullorðnir.

 

Fleiri myndir á Fésbókarsíðu Vallaskóla.