Þá er komið að því. Lið Vallaskóla keppir í úrslitakeppni Skólahreysti í kvöld, sem fram fer í Laugardalshöll. Stuðningslið 8.-10. bekkjar undirbýr sig nú að kappi og ætlar að hvetja okkar fólk til dáða að sjálfsögðu! Keppnin byrjar kl. 20.00 og verður sjónvarpað beint á RÚV allt til loka keppninar, sem er kl. 21.45. Keppnislitur Vallaskóla er gulur.

Við óskum okkar liði góðs gengis og vonandi gengur þeim allt í haginn.

Sjá nánar á skolahreysti.is.