Vallaskóli átti fjóra verðalaunahafa í Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi 2010-2011 sem haldin var í Fjölbrautaskóla Suðurlands fyrir stuttu. Afhending verðlauna fór fram á Skólaskrifstofu Suðurlands sl. föstudag.

Úrslit:

8. bekkur: Harpa Hlíf Guðjónsdóttir 8. HS lenti í 3. sæti

9. bekkur: Halldóra Íris Magnúsdóttir 9. DE lenti í 3. sæti.

10. bekkur: Gíslína Skúladóttir lenti í 3. sæti og Kolbeinn Sigurður Kolbeinsson varð í 2. sæti.

Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn. Auk viðurkenningarskjals fengu allir verðlaunahafar peningagjöf frá Íslandsbanka og gjöf frá Árvirkjanum. Það var því til mikils að vinna.

Hér má einnig sjá mynd af vinningshöfum með stærðfræðikennurum sínum, þeim Olgu Bjarnadóttur, Sigríði Önnu Guðjónsdóttur og Margréti Sverrisdóttur.

Eftirtaldir nemendur úr Vallaskóla tóku þátt,12 talsins og stóðu sig allir með prýði:

8. bekkur
Harpa Hlíf Guðjónsdóttir
Íshildur Agla Lingþórsdóttir
Hergeir Grímsson
Oliver Ingvar Gylfason

9. bekkur
Árný Oddbjörg Oddsdóttir
Guðrún Úlfarsdóttir
Halldóra Íris Magnúsdóttir
Kristján Rútur Gunnarsson

10. bekkur
Fannar Pálsson
Gíslína Skúladóttir
Iðunn Rúnarsdóttir
Kolbeinn Sigurður Kolbeinsson

Að verðlaunaafhendingu lokinni var boðið upp á ljúffengar veitingar í boði Skólaskrifstofu Suðurlands. Sjá enn fremur á www.skolasud.is .