Lið Vallaskóla hafnaði í 8. sæti í úrslitakeppni Skólahreysti sem fram fór í gærkvöldi. Það er glæsilegur árangur að enda í hópi 10 bestu grunnskólaliða í Skólahreysti og því mega þau Harpa Hlíf, Teitur, Eysteinn, Konráð, Eydís og Rannveig una vel við niðurstöðuna. Árangur þeirra í ár hvetur nemendur okkar til að gera enn betur á næsta ári.