Tómstundamessa Árborgar

Miðvikudaginn 8 maí stóð Sveitafélagið fyrir „Tómstundamessu“ í íþróttahúsi Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.

Allir aðilar sem vinna með frítíma barna og unglinga fengu tækifæri til að kynna sumarstarfið sitt fyrir börn í grunnskólum og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra. Má þar nefna meðal annars leikjanámskeið, sumarsmiðjur, tónlistarskólar auk þess sem fjölmargar íþróttagreinar verða kynntar


Kynningarnar voru tvíþættar: kynning fyrir öllum nemendum grunnskóla Sv. Árborgar á milli kl. 08:20 – 13:00 og svo opin kynning á milli kl. 16:00 og 18:00 þar sem foreldrum og öðrum forráðamönnum í fylgd barna sinna var boðið að koma og kynna sér starfið.

Vallaskóli 2019. (IDR)
Vallaskóli 2019. (IDR)
Vallaskóli 2019. (IDR)
Vallaskóli 2019. (IDR)
Vallaskóli 2019. (IDR)