Þórsmerkurferð 7. bekkjar

Heim komu ánægðir en e.t.v. svolítið þreyttir ferðalangar heim eftir afar vel heppnað skólaferðalag í Þórsmörk. Ferðin í Þórsmörk heppnaðist mjög vel og börnin voru svo sannarlega sjálfum sér, foreldrum/forráðamönnum og skólanum til sóma í hvívetna. Vonandi hafa þau í þessari ferð eignast góðar minningar til að rifja upp seinna og geta þá með stolti talað um gönguna upp á Valhjúk eða inn í Stakkholtgjá. Það skemmdi svo að sjálfsögðu ekki fyrir að fá yndælis veður allan tímann. Þessi ferð var því einkar ánægjulegur endir á starfi okkar á miðstiginu.

Umsjónarkennarar í 7. bekk þakka svo gott samstarf á sl. 3 árum og óska foreldrum/forráðamönnum og nemendum alls hins besta á komandi árum.