Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson kom til okkar í heimsókn fyrir stuttu og var með forvarnafræðslu fyrir nemendur í 10. bekk. Þessi fræðsla Þorgríms beinist að því að styrkja sjálfsmeðvitund nemenda áður en þeir fara í framhaldsskóla, ekki síst að setja sér markmið í lífinu og ná þeim. Nemendur létu vel af fræðslu Þorgríms og þótti hún gagnleg.