Hljómsveitin The Tension sigraði USSS 2014 þann 17. janúar sl. en hljómsveitin er skipuð stúlkum úr 10. bekk Vallaskóla. USSS er undankeppni söngvakeppni Samfés, á SamFestingnum 2014 sem haldinn verður í Laugardalshöllinni 7.-8. mars nk. The Tension er afar frambærileg hljómsveit sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Hún hefur komið fram víða, m.a. á Árshátíð unglingastigs Vallaskóla í nóvember sl.
Í hljómsveitinni eru: Inga Kristrún Hjartardóttir söngvari (10. RS), Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari (10. RS), Rannveig Óladóttir trommur (10. RS), Sesselja Sólveig Birgisdóttir sem spilar á flautu (10. RS) og Þorgerður Helgadóttir sem spilar á píanó (10. SAG). Sigurlag þeirra á USSS var lagið Hlaðnar Byssur með texta eftir Álfrúnu. Lagið heitir upprunalega Radioactive og er eftir Imagine Dragons. Stúlkurnar segja tónlist þeirra taka mið af Indí-stefnu en flestar þeirra hafa stundað tónlistarnám.
Við í Vallaskóla óskum The Tension góðs gengis í söngvakeppni Samfés sem fer fram laugardaginn 8. mars, frá kl. 13-16.
Sjá einnig grein á visi.is: http://www.visir.is/viljum-enga-straka-i-hljomsveitina/article/2013711229961