Þakkir til fyrirtækja og stofnana

Við lok grunnskóla fá nemendur 10. bekkja í Vallaskóla tækifæri til þess að kynna sér atvinnulífið. Þeir velja sjálfir hvert þeir fara í samráði við foreldra eða námsráðgjafa skólans.

Nemendur fá tvo daga til þess að fara í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir og kynna sér viðkomandi starfssemi. Flestir heimsækja stofnanir og fyrirtæki á Suðurlandi en sumir fara til höfuðborgarsvæðisins.

Þetta er nemendum mikilvægur áfangi til þess að byrja að átta sig á sínum styrkleikum og sjá með eigin augum hvað samfélagið hefur upp á að bjóða. Slíkar heimsóknir væru ekki mögulegar ef ekki ríkti einstakur velvilji forsvarsmanna stofnana og fyrirtækja á Suðurlandi til þess að taka á móti þessu unga fólki sem er að byrja að fóta sig á vinnumarkaðinum. Kærar þakkir fyrir jákvæðar undirtektir og að gera þetta verkefni mögulegt!


Deildastjóri eldri deildar og náms- og starfsráðgjafar í Vallaskóla.