„Styttra en við höldum“

Nemendur í 6. bekk í Vallaskóla tóku í haust þátt í verkefninu Göngum í skólann. 


Rætt var um mikilvægi hreyfingar og hversu gott það er fyrir okkur og umhverfið ef allir ganga í skólann. Á hverjum degi var merkt við það hvernig nemendur komu í skólann, hvort þeir komu á farartæki eða með virkum ferðamáta. Nemendur voru mjög duglegir að ganga og hjóla í skólann á meðan verkefnið stóð yfir.

Annar hluti verkefnisins fólst í því að nemendur gengu á milli staða hér á Selfossi og mældu vegalengdirnar frá skólanum að þeim. Mældu í tíma, metrum og skrefum. Skemmtilegt verkefni sem allir höfðu gaman af. Loks var verkefnið tengt við íslensku og samfélagsfræði en nemendur unnu texta og mynd um alla staðina sem gengið var að. Verkefnið hengdu nemendur svo upp á áberandi stað í skólanum með yfirskriftinni „Styttra en við höldum.“

Vonumst við til að verkefnið hvetji aðra til að vera duglega að ganga á milli staða og einnig að hvetja fleiri bekki til að vera með í verkefninu á næsta ári.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi árganginum svo glaðning fyrir þátttökuna. Þau fengu bolta og fleira sem nýtist vel í frímínútum.

Vallaskóli 2018 „Styttra en við höldum“ (IDR)
Vallaskóli 2018 6. bekkur (IDR)
Vallaskóli 2018 – 6.bekkur (IDR)
Vallaskóli 2018 – 6. bekkur (IDR)