Stóra upplestrarkeppnin

Miðvikudaginn 27.mars var haldin lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.

Að þessu sinni var hún haldin í Vallaskóla og skólarnir sem áttu fulltrúa á þessari lokahátíð voru Vallaskóli, Sunnulækjarskóli, Barnaskólinn Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólinn í Hveragerði og Grunnskólinn í Þorlákshöfn.

Hátíðin er samstarfsverkefni Radda sem eru samtök um vandaðan upplestur og framsögn, grunnskólanna, skólaþjónusta Árborgar og Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Gunnar Helgason rithöfundur flutti skemmtilegt og hvetjandi ávarp og tónlistaratriði voru flutt frá Tónlistarskóla Árnesinga.

Fimmtán nemendur lásu valda texta og voru þrír bestu upplesararnir valdir og þeim veitt verðlaun. Nemendur stóðu sig allir mjög vel og voru til fyrirmyndar í alla staði. Í fyrsta sæti var Guðjón Árnason frá Vallaskóla, Álfrún Diljá Kristínardóttir varð í öðru sæti einnig frá Vallaskóla og í þriðja sæti var Eva Katrín Danielsdottir Cassidy frá Sunnulækjaskóla. Glæsilegur árangur hjá okkar fólki.