Stjörnusjónauki

Hér má sjá Guðbjart skólastjóra taka við veglegri gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Það var Sævar Helgi Bragason sem færði skólanum Galíleósjónauka að gjöf.
Að auki fékk skólinn heimildarmyndina Horft til himins og tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, sem gefið var út á ári stjörnufræðinnar 2009. Þetta er spennandi viðbót í náttúrufræðikennslu skólans og á örugglega eftir að auka áhuga nemenda á að kanna óravíddir alheimsins.

Galíleósjónaukinn er linsusjónauki sem sýnir allt það sem Galíleó sá fyrir rúmum 400 árum, og meira til. Við færum Stjörnuskoðunarfélagi okkar bestu þakkir fyrir gjöfina.

Stjörnufræðivefurinn opnast hér.