Stjórnarfundur 2. apríl 2008

Stjórnarfundur Hugvaka, haldinn í Vallaskóla, 2. apríl 2008, kl. 17.00.


 


Mætt eru: Svala formaður, Jón Özur ritari, Magný Rós gjaldkeri, Sigríður Anna, Gunnhildur Stella og Margrét Sverrisdóttir fulltrúar kennara.


 


1.       Margrét leggur fram spurningalista sem hún hefur búið til fyrir bekkjartengla til skoðunar. Hugmyndin er sú að spurningalistinn ýti við tenglum og skerpi starf þeirra. Umræður og nokkrar breytingar gerðar um leið og lýst er yfir ánægju með spurningalistann.


2.       Samþykkt að fulltrúi HUGVAKA í stjórn FFÁ verði Svala Sigurgeirsdóttir formaður félagsins [fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][svæðisráði foreldrafélaga og foreldraráða í Árborg].


3.       Samþykkt að halda aðalfund HUGVAKA þann 7. maí næstkomandi og mun hann hefjast kl. 20.00. Boðað verður til hans með svipuðum hætti og foreldrafundarins í Sunnulækjarskóla. Nauðsynlegt er að tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund berist foreldrum bréf um aðalfundinn og skiptingu meðlima í stjórn og foreldrar vinsamlegast beðnir um að bjóða sig fram til stjórnarstarfa. Nauðsynlegt er að leggja drög að erindi sem halda skal á aðalfundi. [Ein hugmynd nefnd: að fá Hafliða Kristinsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafa til halda erindi]. Einnig er nauðsynlegt að vera í sambandi við stjórn foreldraráðs Vallaskóla en kjósa á í það á fundi foreldrafélagsins samkvæmt lögum ásamt því að velja fundarstjóra.


4.       Rætt um orðsendingu sem okkur barst frá FÁS [foreldrasamtök á Suðurlandi] þar sem stjórnina vantar gjaldkera.


5.       Rætt um beiðni sem borist hefur frá Helgu Margréti [Heimili og skóli] um uppákomu við afhendingu Foreldraverðlauna Heimilis og skóla. Jón Özur beðinn um að skoða þetta mál.


6.       Rætt um fundargerðir HUGVAKA og ákveðið að endurorða síðustu fundargerð stjórnar og almennt að stytta orðalag á komandi fundargerðum.


7.       Rætt um komandi vorhátíð sem halda á 28. maí að þessu sinni og hjóladag sem stjórn foreldrafélagsins þarf að afla sér frekari upplýsinga um. Svala sér um það. Einnig minnst á þá hefð stjórnar að hittast einu sinni að vori og borða saman.


8.       Næsti fundur boðaður 14. apríl kl. 16.00


 


Fundi slitið kl. 18.03.


Jón Özur Snorrason, ritari stjórnar.

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]