Reglur um skólavistun í Sveitarfélaginu Árborg 

Úrræði fyrir yngstu nemendur grunnskóla að loknum skóladegi

 1. gr.

Hlutverk

Við grunnskóla Sveitarfélagsins Árborgar er rekin skólavistun fyrir börn í 1.- 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur til kl. 16:30. Skilyrði fyrir dvöl á skólavistun er að nemandi eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg. Fara skal eftir upplýsingum um búsetu samkvæmt þjóðskrá. Um umsóknir vegna nemenda sem stunda nám í grunnskólum Árborgar og eiga lögheimili í Flóahreppi eða Sveitarfélaginu Ölfusi fer samkvæmt gildandi samkomulagi hreppanna og Sveitarfélagsins Árborgar um námsvist nemenda í grunnskólum Árborgar.

Hlutverk  skólavistunar er að mæta þörfum fjölskyldna í sveitarfélaginu og skapa yngstu nemendum grunnskólanna tryggan samverustað eftir að skóla lýkur þar sem þeir taka þátt í skipulögðum tómstundum, frjálsum leik úti og inni og hvíld.

 1. gr.

Staðsetning

Húsnæði skólavistunar Vallaskóla, Bifröst, er að Tryggvagötu 23 á Selfossi. Húsnæði skólavistunar Sunnulækjarskóla er í skólahúsnæðinu og húsnæði skólavistunar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri er í Stjörnusteinum.

 1. gr.

Starfsmenn

Við skólavistanir í Árborg starfa forstöðumenn sem sjá um daglegan rekstur en yfirmaður er skólastjóri viðkomandi skóla. Miðað er við að hver starfsmaður sjái um 15 börn og er þá miðað við samanlagðan  viðverutíma barnanna en ekki einstaka álagstíma innan dagsins. Þar sem það á við er/eru einnig starfsmaður/starfsmenn í eldhúsi og ræstingum. 

 1. gr.

Opnunartími

Hefðbundinn opnunartími: Á skólatíma opnar skólavistun eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur (kl. 12.40) og er opið til kl. 16:30.

Frídagar í grunnskólunum: Skólavistun er opin frá kl. 8.00 til 16:30 á foreldradögum, starfsdögum í grunnskólum og á virkum dögum í jóla- og páskafríi. Sækja þarf sérstaklega um vistun á umræddum dögum. Skólavistun er lokuð í vetrarfríi grunnskóla.

Sumaropnun: Skólavistun er opin yfir sumartímann frá kl. 8.00 – 16:30 að undanskildum 6 vikum frá og með 4. viku júnímánaðar að telja. 

Náðarkorter: Boðið er upp á náðarkorter, þ.e. 15 mínútur frá kl. 7.45-8.00. Fyrir það þarf að greiða sérstaklega.

 1. gr.

Innritun,  úthlutun,  uppsögn o.fl.

Innritun barna í skólavistun er á tímabilinu 1. mars – 1. apríl ár hvert. Umsóknum skal skilað til forstöðumanns á þar til gerðu eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimsíðu viðkomandi skóla, í skólavistun og/eða viðkomandi skóla. Umsókn tekur ekki gildi ef foreldrar/forráðamenn eru í vanskilum með  skólavistunargjöld og/eða leikskólagjöld.  

Úthlutun plássa er í höndum forstöðumanns.  Í byrjun ágústmánaðar er umsækjendum tilkynnt um afgreiðslu umsókna.  Umsóknir gilda eitt skólaár í senn. Sækja þarf sérstaklega um dvöl á frídögum grunnskóla og yfir sumartímann, sbr. 4. gr.         

Óski foreldrar/forráðamenn eftir breytingum á viðveru barna sinna þarf beiðni um það að berast forstöðumanni í síðasta lagi 20. hvers mánaðar og taka breytingar á viðverutíma gildi frá og með næstu mánaðamótum.

Uppsögn þjónustu skal vera skrifleg á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimsíðu viðkomandi skóla, heimasíðu sveitarfélagsins, í skólavistun og/eða viðkomandi skóla. Uppsögn skal berast í síðasta lagi fyrir 20. hvers mánaðar og tekur uppsögn gildi frá og með næstu mánaðarmótum.

 1. gr.

Forgangur

Eftirfarandi reglur gilda um forgangsröðun barna í skólavistun Árborgar:
a) Börn einstæðra foreldra og fötluð börn. Vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila fylgi með umsókn fatlaðra barna.

 1. b) Börn sem búa við félagsleg/andleg eða líkamleg frávik en eru ekki greind fötluð. Óska má eftir vottorði frá til þess bærum sérfræðingi. Einnig falla hér undir börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður að mati sérfræðinga barnaverndar Árborgar
 2. c) Börn námsmanna, séu báðir foreldrar í fullu námi. Vottorð skóla fylgi umsókn.
 1. gr.

Matur og hressing

Börn sem skráð eru í skólavistun eru sjálfkrafa skráð í heitan hádegisverð. Ef barn er skráð lengur en til kl. 15.00 stendur til boða síðdegishressing. Á frídögum grunnskóla er boðið upp á léttan hádegisverð og síðdegishressingu fyrir þau sem skráð eru lengur en til kl. 15.00. Greiða þarf sérstaklega fyrir mat og kaffitíma skv. gjaldskrá.

 1. gr.

Dvalar- og matargjald

Greiða þarf fyrir dvalartíma sem pantaður hefur verið, óháð því hvort barnið mætir eða ekki.  Greiða þarf lágmarksgjald á mánuði skv. gjaldskrá og er það miðað við 20 klst. vistun.  Hver klukkustund fram yfir 20 klst. á mánuði er skv. gjaldskrá.  

Gjald fyrir náðarkorter er skv. gjaldskrá.  Gjald fyrir hádegisverð og síðdegis-hressingu er samkvæmt gjaldskrá.

Bæjarráð Árborgar gefur út gjaldskrá fyrir skólavistun í sveitarfélaginu.

 1. gr.

Afslættir

Afsláttur er veittur af dvalargjaldi en ekki máltíðum og síðdegishressingum skv. 8. gr.

Til að njóta afsláttar samkvæmt reglum þessum verða börn að verða skráð á kennitölu sama forráðamanns og eiga sama lögheimili og forráðamaður.  Miðað er við skráða hjúskaparstöðu í þjóðskrá þegar um er að ræða afslátt til einstæðra foreldra.

 1. gr.

Systkinaafsláttur

Systkinaafsláttur gildir milli leikskóla, skólavistunar, lengdrar viðveru og dagforeldra.

Ef systkini eru í skólavist fær annað barn 25 % afslátt og þriðja barn 100 % afslátt.

Eigi barn í skólavistun systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri er veittur afslátturinn. Hann. er 25 % fyrir annað barn og 100 % fyrir þriðja barna og fleiri. Afslátturinn skal vera til lækkunar á þátttökugjaldi í skólavistun.

 1. gr.

Innheimta dvalar- og matargjalds

Uppgjör dvalargjalds fer fram mánaðarlega, eftir á, og fá foreldrar/forráðamenn heimsendan gíróseðil frá sveitarfélaginu.  Gjaldskrá er að finna á heimasíðu skólanna og Sveitarfélagsins Árborgar.  

 1. gr.

Vanskil

Hafi greiðsla dvalargjalds ekki borist á eindaga sendir sveitarfélagið greiðanda aðvörun. Hafi vanskil staðið í þrjá mánuði frá eindaga að telja fer krafan í lögfræðiinnheimtu.

 1. gr.

Gildistaka – endurskoðun

Reglur þessar taka gildi við staðfestingu bæjarstjórnar Árborgar.  Gjaldskrá skal endurskoða árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Samþykkt í skólanefnd Árborgar 21. janúar 2008 og  bæjarráði Árborgar 31. janúar 2008