Skólavistun Vallaskóla hefur starfað síðan í september 1994 og er ætluð börnum í 1.-4. bekk. 

Meginmarkmið skólavistunar er að börnunum líði vel og fái notið sín í frjálsum leik. Áhersla er lögð á góða þjónustu og vistunin opin á starfsdögum skólans og í júní og ágúst.

Á skólavistun er pláss fyrir u.þ.b. 125 börn, starfsmenn eru 12 talsins. 

Forstöðumaður er Ástrós Rún Sigurðardóttir, deildarstjóri yngsta stigs Vallaskóla. Senda póst.

 

Opið er alla daga frá skólalokum til kl.16.30 en á skólafrídögum er opið frá 7.45 – 16.30.

Símanúmer: Deildarstjóri – 480 5854/salur á neðri hæð – 480 5861.

Netfang: skolavistun@vallaskoli.is

 Ljósmynd: Vallaskóli

 Bifröst að sumri til.