Frístundaheimili Vallaskóla hefur starfað síðan í september 1994 og er ætluð börnum í 1.-4. bekk. 

Meginmarkmið frístundaheimilisins er að börnunum líði vel og fái notið sín í frjálsum leik. Áhersla er lögð á góða þjónustu og vistunin opin á starfsdögum skólans og í júní og ágúst.

Á frístundaheimilinu er pláss fyrir u.þ.b. 125 börn (Bifröst), starfsmenn eru 13 talsins. 

Forstöðumaður er Sunna Ottósdóttir. Senda póst.

 

Opið er alla daga frá skólalokum til kl.16.30 en á skólafrídögum er opið frá 7.45 – 16.30.

Símanúmer: Forstöðumaður 480 5860/salur á neðri hæð – 480 5861/salur efri hæð – 480 5862.

Netfang: fristund@vallaskoli.is 

 Ljósmynd: Vallaskóli

 Bifröst að sumri til.