Íþróttasalur

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning fór fram miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur mættu til hátíðarinnar ásamt foreldrum sínum, en setningin fór fram í íþróttasalnum á Sólvöllum.

Nemendur eru í skólabyrjun 536 talsins og skiptast niður á 26 bekkjardeildir. Fjölmennasti árgangurinn er 10. bekkur með 73 nemendur.

Guðbjartur Ólason skólastjóri hélt ræðu og Einar Guðmundsson aðstoðarskólastjóri las upp nöfn nemenda, sem röðuðu sér í hvern bekkinn á fætur öðrum. Að því búnu var haldið inn í heimastofu og spjallað við umsjónarkennara.

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá setningunni.