Vallaskóli var settur í gær með viðhöfn. Klukkan 10 mættu nemendur 2. til 5. bekkjar í leikfimisal skólans og hlýddu á setningarræðu skólastjóra og voru svo lesnir í bekki. Nemendur 6. til 10. bekkjar20150824_105833 mættu svo klukkan 11 og voru ávarpaðir af skólastjóra og lesnir í bekki. Greina mátti mikinn spenning og gleði. Mikið var pískrað í salnum og sögur sagðar frá sumrinu. Í dag hefst svo hefðbundið skólastarf með öllum þeim áskorunum sem því fylgja.