Skákæfingar

Mánudaginn 3. september hefjast skákæfingar fyrir nemendur Vallaskóla.  Æfingarnar fara fram á bókasafninu alla mánudaga sem hér segir:

1.-6.bekkur kl 12:20

7.-10.bekkur kl 13:00

Kennari er Magnús Matthíasson.

Farið verður í grundvallaratriði skákarinnar, byrjanafræði, áætlanagerð og hagnýt endatöfl. Einnig verða fjöltefli, skákmót og annað skemmtilegt í boði.

Að auki er lögð áhersla á að kenna nemendum þær kurteisisreglur sem gilda við skákiðkun sem og mikilvægi þess að gera sér grein fyrir að sigur og tap í skák er engum nema manni sjálfum að þakka/kenna.

Allir eru hjartanlega velkomnir en þó er ætlast til þess að nemendur sem sækja skáktímanna kunni mannganginn.