Sjómaður á ferð

Sjóminjasafnið á Eyrarbakka býður skólum upp á safnfræðsludagskrá fyrir 3. bekk.

Nemendur í 3. bekk Vallaskóla munu fá heimsókn safnvarðar í Byggðasafni Árnesinga sem kemur með sjóminjar í skólastofuna og fræðir nemendur um sjómannslíf fyrrum. Heimsóknin verður miðvikudaginn 21. nóvember.

Dagskráin fjallar um ferðalög, líf og störf vermanna sem sóttu sjóinn á áraskipum á 19. öld og bjuggu í verbúðum. Markmið dagskrárinnar er að veita börnum tækifæri til að komast í tengsl við fortíðina og söguna.

Gripirnir Komið verður með ýmsar sjóminjar inn í skólastofuna eins og veiðarfæri, beitningarbala og sjóhatt. Eftir kynningu frá safnverði fá börnin að snerta allt, máta sjóhatta, borða kæfu og smjör úr verskríni, drekka mysu, snúa beitingastól og margt annað. Með því að koma með vel valda gripi inn í skólann verður fræðslan áhrifameiri.

Tengsl fortíðar og nútíðar – Gripir sjómanna í dag verða einnig sýndir til að varpa ljósi á breytingar í aðbúnaði og verklagi fyrr og nú.