Sendiherra Póllands á Íslandi heimsækir Vallaskóla

Það er gaman að segja frá því að 37 pólskir nemendur úr Vallaskóla og Sunnulækjarskóla fá kennslu í móðurmáli sínu í Vallaskóla og það er hún Aneta Figlarska sem sér um þá kennslu. Pólska er því lifandi tungumál á hverjum degi í Vallaskóla.

Mikil og sterk vinabönd tengja Ísland og Pólland saman og í gær, mánudaginn 18. maí, veittist okkur sá heiður að taka á móti sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszynski og konu hans Margherita Pokruszynska. Þau komu færandi hendi og afhentu bókaviðurkenningar til pólskra nemenda við grunnskólana í Árborg. Auk þess færðu þau bókasafni Vallaskóla pólskar bækur að gjöf.

Viðstödd athöfnina, auk starfsmanna Vallaskóla, voru foreldrar nemenda, Þorsteinn Hjartarson fræðslustjóri Árborgar og Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Sv. Árborgar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Vallaskóli 2018 (MM). Frá vinstri: Gerard Pokruszynski sendiherra, Magdalena Markowska sérkennari í Vallaskóla, Sigurborg Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri Vallaskóla, Þorvaldur H. Gunnarsson skólastjóri Vallaskóla, Margherita Pokruszynska sendiherrafrú og Aneta Figlarska kennari í pólsku og starfsmaður fræðslusviðs Árborgar.