Samræmt könnunarpróf í stærðfræði – 9. bekkur

Samræmd könnunarpróf í 9. bekk – 2018

Samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku verða lögð fyrir nemendur í 9. bekk rafrænt dagana 7.- 9. mars. Prófin hefjast kl. 8:30 og lýkur um kl. 11.00 (próftími er 150 mínútur en próf lokast sjálfkrafa þegar 150 mínútur eru liðnar nema í þeim tilvikum þar sem nemandi er með fyrirfram skilgreindan stuðning). Nemendur mega ekki yfirgefa prófstað fyrr en í fyrsta lagi kl. 9:30.

Nemendur í 9. bekk mæta með eftirfarandi hætti 7.- 9. mars:

Miðvikudaginn 7. mars:  
Nemendur mæta kl 8:10 – samræmt könnunarpróf í íslensku hefst kl 8:30

Fimmtudaginn 8. mars:
Nemendur mæta kl 8:10 – samræmt könnunarpróf í stærðfræði hefst kl 8:30

Föstudaginn 9. mars:
Nemendur mæta kl 8:10 – samræmt könnunarpróf í ensku hefst kl 8:30

Próftakan fer fram í stofum 28, 29 og 30 í (Austurrýminu á Sólvöllum). Stofa 27B verður notuð fyrir nemendur í minni hópum. Nemendalistar verða settir upp við hverja stofu þannig að allir viti hvar þeir eiga að vera hverju sinni.

Nemendur eiga að vera mættir ekki seinna en kl. 8:10 í Austurrýminu (það þarf að lesa upp o.s.frv).
Mikilvægt er að nemendur mæti stundvíslega í prófin annars er hætta á að þeir missi af hluta prófanna. Einnig valda þeir nemendur sem seinir eru mikilli truflun.

Ritföng: Nemendur þurfa ekki að nota ritföng í prófunum en mega nota sína eigin reiknivél í stærðfræðiprófinu.

Á heimasíðu Menntamálastofnunar má nálgast upplýsingar varðandi prófin, auk þess eru þar kynningarpróf https://www.mms.is/kynningarprof sem nemendur geta notað til þess að æfa sig inni í því prófkerfi sem notað verður í prófinu. Æfingaprófið er öllum opið og er innskráning ótakmörkuð. Við mælum eindregið með því að nemendur og forráðamenn skoði æfingarprófið saman heima sé það möguleiki – það tekur einungis nokkrar mínútur.

Nemendur mega hafa meðferðis smá nesti (þá í íláti sem ekki skrjáfar í) og drykk (þó ekki sykraðan gosdrykk) sem þeir geta haft á borðinu. Farsímar eru alls ekki leyfðir í prófunum! Þessi tæki skal geyma á öruggum stað.

Að prófi loknu fá nemendur, að fara heim en þeir sem eru skráðir í mat í mötuneytinu fá að borða þar á afgreiðslutíma (c.a. kl. 11:30).  

Það er mikilvægt fyrir nemendur að fá góða næringu og góða hvíld fyrir prófin. Við hvetjum foreldra því til að stuðla að því að nemendur fari snemma að sofa og fái sér staðgóðan (eftirlætis)morgunverð áður en lagt er af stað í próf.

Ef eitthvað er óljóst er ykkur velkomið að hafa samband við okkur í síma 480-5800. Sjá einnig á www.vallaskoli.is
Í viðhengi eru bréf Menntamálastofnunar til nemenda og foreldra.

Með kveðju.
Starfsfólk Vallaskóla