Samræmd könnunarpróf á i-pad

Samræmd könnunarpróf standa nú yfir í 4. og 7. bekk. Það er svo sem ekki í frásögur færandi enda eru samræmd könnunarpróf haldin á hverju ári. Það sem er öðruvísi núna er að nú eru prófin öll rafræn. Það var því söguleg stund þegar nemendur í 7. bekk riðu á vaðið sl. fimmtudag og tóku íslenskuprófið á i-pad.

Meðfylgjandi mynd sýnir tölvurnar tilbúnar í slaginn fyrir próftökuna.

Þegar á heildina er litið þá gekk vel hjá nemendum í 7. bekk að taka prófin (íslensku og stærðfræði) þrátt fyrir smá tæknilega örðugleika í fyrra prófinu. Það leystist allt farsællega og nemendur sýndu mikla hugprýði og þolinmæði. Næst er komið að nemendum í 4. bekk og eftir áramótin verður prófað í 9. og 10. bekk.