Í síðustu viku lauk rafrænni námslotu hjá 8. bekk. Tekist var á við fjölbreytt verkefni og teygja þau sig inn í flestar námsgreinar. Nemendur eru ekki bundnir að því að stunda námið í hefðbundnum skólastofa eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hentar mörgum vel. Nú er að hefjast tveggja vikna námslota hjá 9. bekk og verður spennandi sjá hvernig afraksturinn verður nú þegar nemendur eru orðnir vel sjóaðir í þessari námsaðferð. Valin verkefni verða birt á vef verkefnisins á næstunni.