IMAG1611Í morgun kom upp sú skemmtilega og afar óvenjulega staða að algjörlega rafmagnslaust var í skólanum. Rekja mátti rafmagnsleysið til bilunar í rafmagnstöflu. Rafmagn komst á aftur í þriðja tíma við mikila gleði kennara en minni hjá nemendum. Við þessar aðstæður er gott að grípa til gamla góða kertisins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.