Páskarnir komnir!

Það tilheyrir páskunum að föndra eilítið í gulu. Hér má sjá þessa fínu unga sem nemendur í 3. ÁRJ gerðu úr dagblöðum og veggfóðurslími.

Á efsta stigi var dregið í páskaeggjahappdrætti og má sjá myndir af því hér. Margir nemendur og starfsmenn mættu í einhverju gulu, svona í tilefni af því að komið er að páskafríinu.

Einnig er venjan að bjóða upp á íþróttakeppni á milli nemenda og kennara í síðustu tveimur kennslustundunum fyrir páskafrí. Engin breyting var á því í ár. Á meðan nemendur á efsta stigi kepptu við kennara þá var fullmannað í stúkunni. Þess ber að geta að kennarar sigruðu í reipitoginu.

Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá 10. apríl. Gleðilega páska!