Öskudagsstund

Stutt er síðan að öskudagur var haldinn hátíðlegur. Hægt er að skoða myndir frá þessum degi í albúmi undir ,,Myndefni“.

Það var nokkuð um uppákomur á þessum degi en nemendur á yngsta stigi mættu að sjálfsögðu flestir í furðufötum í tilefni dagsins. T.d. var læknaþema í 2. bekk og 1. bekkur sló upp dansiballi. Allir voru með sparinesti og létt stemning sveif yfir vötnum. Skrúðgangan (Ormurinn langi) var farin frá Sandvík yfir á Sólvelli með trommuleikara í broddi fylkingar.

Á Sólvöllum mættu margir í furðufötum og þetta árið var nemendum á miðstigi stefnt á sal í upphafi dags þar sem söngstund var haldin. Þetta var skemmtileg byrjun á góðum degi. Skóladeginum lauk síðan í fyrra fallinu og nemendur fóru um bæinn í búningum og sungu fyrir gesti og gangandi. Skoðið endilega myndir í myndalbúmi.