Nordic CRAFT

Nordic CRAFT er samstarfsverkefni Norðurlandaþjóðanna sem snýr að því að fá nemendur til að takast á við raunveruleg vandamál og finna raunverulegar lausnir.

Verkefnið er þriggja ára gamalt og á hverju ári er keppni í hverju landi þar sem sigurvegarinn fær tækifæri til að kynna hugmyndir sínar á BETT Sýningunni í London. Vallaskóli tók þátt í fyrsta sinn í ár og var fulltrúi Íslands á BETT.

Fjórir nemendur þeir  Claudiu Eremia Sohan, Jason Dagur Þórisson, Filip Markowski og Wojciech Zoladek fóru ásamt Má Ingólfi Mássyni kennara til Lundúna að kynna sína lausn en hún hafði verið unnin af 12 nemendahópi í Vallaskóla. Allir þátttakendurnir voru í 9. bekk og unnu verkefnið meðfram öðrum hefðbundnum verkefnum skólastarfsins. 

CRAFT Lausnin sem við kynntum er smáforrit sem heitir „Kitchen Helper“ og á að minnka matarsóun á heimilum. Forritið heldur utan um innkaup á heimilinu og býður uppá möguleikan á að gera matseðla, leita að uppskriftum og tengja við samfélagsmiðla. 

Hugmyndin varð til í samvinnu hópsins. Þau þróuðu hana útfrá fjórum öðrum hugmyndum og löguðu svo til eftir ábendingar frá samstarfsskóla okkar í Danmörku Niels Styeensen Gymnasium í Kaupmannahöfn. 

Í CRAFT er lagt uppúr raunverulegum verkferlum og vinnubrögðu. Frá rannsóknarvinnu sem unninn var á öllum norðurlöndunum í nóvember og svo heima við yfir í þróun, prufun, ígrundun og lagfæringar. Hugmyndin okkar þróaðist í þessu ferli úr því að vera snjallískápur, yfir í litla myndavél sem væri inn í ísskápnum, yfir í snjallþjón á borði og svo í smáforritð sem við kynntum á BETT. 

Ferðin sjálf var lærdómsrík og góð. Nordic CRAFT verkefnið sendi tvo nemendur og kennara út en Vallaskóli bætti við tveimur nemendum. Þessi galvaski hópur fór út 20. janúar og náði að njóta þess helsta sem Lundúnir bjóða uppá um leið og hugmyndin og kynningin á henni var fínpússuð með CRAFT teyminu á vinnudegi þann 21. janúar. 

22. janúar rann svo upp stóri dagurinn þegar við kynntum hugmyndina á stóra sviðinu á BETT. Nordic CRAFT var fyrst á svið á eftir menntamálaráðherra Bretlands sem talaði óheyrilega lengi um BREXIT en spennan í salnum var töluverð þegar Jason og Wojciech stigu á svið ásamt 14 öðrum nemendum til að kynna sín CRAFT verkefni. 

Kynningin tókst vonum framar og stóðu þeir sig með afbrigðum vel. Eftir kynninguna var rölt um BETT sýningarsvæðið áður en farið var í lestina og miðborg Lundúna til að kaupa smávegis nammi og eins og eitt skópar. 

CRAFT er vonandi komið til að vera í starfi Vallaskóla og hefur sýnt sig sem frábær viðbót við frjótt og fjölbreytt starf á Unglingastigi.

Vallaskóli 2020 (MIM)
Vallaskóli 2020 (MIM)
Vallaskóli 2020 (MIM)
Vallaskóli 2020 (MIM)
Vallaskóli 2020 (MIM)
Vallaskóli 2020 (MIM)