NEVA Fundur 20. september 2012

Neva, fundur fimmtudaginn 20. september

Mættir: Esther, Hjördís Inga, Elísa, Guðbjartur, Kári, Anna Júlía, Hallgerður, Dagur og Guðbjörg.

Fundur settur klukkan 13:41.

1. Teiknikeppnin um graffití. Elísa og Esther ætla að gera auglýsingu. Verður að skila inn fyrir 5. október. Það á að skrifa orðið VALLASKÓLI en teiknarar mega ráða litum. Ætluðum að vera með blátt og hvítt þar sem það eru litir Vallaskóla en ákveðið var að leyfa teiknurum að ráða. Sjáum hvað kemur út úr því. Ætlum að athuga með verðlaun.

2. Hæfileikakeppni. GG athugar hvort að leyfi fæst fyrir því að bjóða öðrum skólum og fyrir því að hafa keppnina 18. október. Þegar leyfi hefur fengist er hægt að auglýsa á fullu. Ósk um dómara á keppninni eru: GG, KH, HLG, RS.

3. Þurfum að fá að vita hverjir formenn nemendaráðanna í skólunum eru.

4. Hugmynd að hafa kosningarnar á Galaballinu þannig að þeir sem hljóta mismunandi titla fái borða en ekki skjal. Athuga það.

5. Kom hugmynd um að hafa þema aðra daga, ekki bara litaþema heldur t.d. rokkþema. Mælist vel fyrir. Setjum niður á dagatal næst.

6. Athuga hvort megi hafa tónlist í frímó. Er tæknin í lagi?

7. Barnadiskó. Þarf að hengja upp auglýsingar. Ganga í bekki. Senda tölvupóst á foreldra. Fá leyfi fyrir Austurrýminu (það er komið).

8. Zelsius. Starfsmaður frá þeim er hér í skólanum á fimmtudögum og hefur áhuga á því að kíkja á fundi Neva. Allt í góðu með það. Þegar eitthvert „leyndó“ er rætt segjum við pass.

Fundi slitið klukkan 14:45.

Ritari, Guðbjörg Grímsdóttir.