NEVA Fundur 18. október 2012

Neva, fundur fimmtudaginn 18. október

Mættir: Esther, Hjördís Inga, Elísa, Guðbjartur, Kári, Anna Júlía, Hallgerður, Dagur og Guðbjörg.

Fundur settur klukkan 13:41.

1. Barnadiskó. Gekk vel. Allir ánægðir. Þarf að skila namminu sem varð umfram. Mamma Alexöndru Bjargar og Önnu Kristínar verslaði og mun GG senda henni póst og biðja um að hún skili namminu og geri upp. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10.bekkjar.

2. Hæfileikakeppnin. Rætt um hvort hafa ætti hana fyrir eða eftir jól. Neva vildi kýla á þetta og hafa eftir tvær vikur. Þorvaldur og Guðbjartur komu inn á fund og ræddu hversu mikill tími færi í Galaballið og nýta ætti tímann í það. Ákveðið var að hæfileikakeppnin ætti að vera 31.janúar og rósaballið 14. febrúar. Maggi mix er flottur á Rósaballið, tekur 25.000 fyrir 5 tíma. Maggi Öder og Elvar G. verða kynnar á hæfileikakeppninni.

3. GG þarf að senda póst á nemendaráð hinna skólanna og fá að vita einhver nöfn þannig að hægt sé að vera með tölvupóstsamskipti. Esther verður sett í það.

4. Rætt um hljómsveitir Galaballs. Ýmsar hugmyndir eru á lofti en nú þarf að ákveða. Kári fékk hlutverk fyrir næsta fund og þá verður ákveðið hvaða hljómsveit verður á ballinu.

5. Matur á ballinu. Anna Júlía ætlar að tala við Kaffi krús og Elísa ætlar að hafa samband við Grillvagninn. Förum yfir þetta á næsta fundi.

6. Sófar í Austurrými. Verður að vera baráttumál. Það sakna ALLIR sófanna. Förum yfir hugmyndir.

7. Skólapeysur, ósk frá 8. GG. Rætt á næsta fundi. Fleiri böll segir 9. SHJ, annan hvern mánuð. Neva finnst það of mikið, nú er verið að bæta einu balli við (Rósaball).

Fundi slitið klukkan 15.00.

Ritari, Guðbjörg Grímsdóttir.