Rafrænt nám.

Í þessari viku hófst tilraunaverkefni í unglingadeildinni. Um er að ræða rafrænt nám nemenda. Nemendum er uppálagt að nýta sér rafrænu tæknina eins mikið og hægt er við námið.

Núna fyrsta kastið mun 9. bekkur vera í rafrænu námi í tvær vikur. 8. bekkur tekur svo við og 10. bekkur rekur lestina. Stefnt er að því að endurtaka þessar lotur á hverri önn skólaársins. Spennandi verður að fylgjast með hvernig nemendum tekst að nýta sér tæknina við námið.